Fréttir

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar og afhending styrkja

Í gær, fimmtudaginn 6. febrúar, var Elías Þorvaldsson útnefndur Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2020. Er það í ellefta sinn sem bæjarlistamaður er útnefndur í Fjallabyggð. Við athöfnina sem fram fór í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði voru einnig formlega afhentir, menningar- og fræðslustyrkir, styrkir til reksturs safna og setra og styrkir til hátíðarhalda.

Listamenn úr Fjallabyggð taka þátt í Vorsýningunni Vor í Listasafni Akureyrar

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, Bergþór Morthens og Brynja Baldursdóttir, öll listamenn úr Fjallabyggð hafa verið valin til að taka þátt í vorsýningu Listasafns Akureyrar Vor þann 18. maí nk. kl. 15.00. Sýningin stendur í allt sumar fram til 29. september og verður opin alla daga frá kl. 10:00-17:00.

Fjölskylduleiðsögn og listamannaspjall um sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Listasafni Akureyrar á sunnudaginn

Sunnudaginn 21. október kl. 11:00-12:00 verður fjölskylduleiðsögn um sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, Hugleiðing um orku í Listasafni Akureyrar. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi Listasafnsins segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannsins. Þau sem eiga hamar eða önnur hentug verkfæri mega taka þau með. Aðgangur á fjölskylduleiðsögnina og listasmiðjuna er ókeypis í boði Norðurorku.