Listamenn

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir 1963

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir fæddist á Siglufirði 23. júní 1963 og bjó þar til 1986, þá fluttist hún til Akureyrar. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989-93 og hefur síðan unnið ýmis störf á sviði myndlistar ásamt því að vera athafnasamur myndlistamaður. Aðalheiður starfrækti Kompuna, gallerí á Akureyri í 8 ár, tók virkan þátt í uppbyggingu "Listagilsins" á Akureyri og er einn af stofnenda Verksmiðjunar á Hjalteyri. Árið 2000 hóf Aðalheiður þátttöku í Dieter Roth akademíunni og mun halda þeirri samvinnu áfram. Í desember 2011 keypti Aðalheiður Alþýðuhúsið á Siglufirði og hefur komið upp vinnustofu þar. Einnig stendur hún fyrir mánaðlegum menningarviðburðum og hefur endurvakið Kompuna í litlu rými þar. 

Alfreð Flóki 1938 - 1987

Alfreð Flóki Nielsen var íslenskur myndlistarmaður. Hann sérhæfði sig í teikningu og var eini íslenski teiknarinn á sínum tíma. Myndir hans hafa vakið mikla athygli, þær eru myrkar, erótískar og grófar. Myndir hans hafa oftar en ekki valdið mikilli hneykslun meðal almennings (Heimild Wikipedia)

Alfreð Flóki hafði nokkra sérstöðu í íslenskri myndlist fyrir áhuga sinn á súrrealisma, þ.á.m. könnun undirvitundar og á bókmenntum sem fjalla um hyldýpi mannsálarinnar.

Arnar Herbertsson 1933

Arnar Herbertsson er meðal merkustu núlifandi listmálara á Íslandi. Hann hóf myndlistarferil sinn á Siglufirði á árunum í kringum 1960. Hann var einn af þeim ungu og framsæknu listamönnum sem stofnaði SÚM-hópinn og sýningarstað í Reykjavík seint á 7unda áratugnum. Fyrst framan af vann hann að mestu grafíkverk en frá því um 1980 hefur hann starfað eingöngu að málverkinu. Þar hafa skipst á hlutlægar myndir með siglfirskum mótívum og geómetrískum og hálf-abstrakt viðfangsefnum. Á háum aldri vinnur Arnar enn að list sinni. Hann hefur alla tíð verið hógvær í listheiminum en hefur í seinni tíð öðlast mikla virðingu meðal fræðimanna og áhugamanna um myndlist. Fyrir þremur árum kom út vönduð bók um líf hans og list.

Heimild: Örlygur Kristfinnson

Arnfinna Björnsdóttir 1942

Arnfinna Björnsdóttir hefur fengist við listir og handverk í 55 ár á Siglufirði. Draumur hennar á yngri árum var að fara í listnám en örlögin leiddu hana í Verslunarskólann og í framhaldi af því í skrifstofuvinnu fyrir bæjarfélagið og gegndi hún því starfi í 35 ár.

Í gegnum tíðina hefur Arnfinna sótt ýmis námskeið á sviði lista undir leiðsögn Örlygs Kristfinnssonar og Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Frá því hún hætti störfum hjá Siglufjarðarbæ, eða síðastliðin 15 ár, hefur hún einbeitt sér að listinni. Hún heldur vinnustofu í Aðalgötunni þar sem hún vinnur daglega að verkum sínum og hefur opið almenningi.

Klippimyndir Arnfinnu af stemningu síldaráranna eru vel þekktar og sýna mikla næmni fyrir viðfangsefninu jafnt og meðferð lita og forma. Hún hefur sett upp einkasýningar á verkum sínum á Akureyri og Siglufirði og tekið þátt í samsýningum á Akureyri, Siglufirði og Hjalteyri. Verk hennar vekja ávallt mikla athygli og hafa þekktir listamenn og safnarar keypt verkin hennar.

Í hugum margra Siglfirðinga er Arnfinna listamaður sem hefur haldið uppi merkjum sköpunargleðinnar í áratugi.

Arnfinnna var útnefnd bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2017.

Ágúst F. Petersen 1908 - 1990

Ágúst Petersen ræktaði með sér mjög sérkennilegt raunsæi, í senn draumkennt og sannverðugt.

Ágúst stundaði nám í málaraiðn ásamt iðnskólanámi, sem hann lauk með prófi 1931. Hann stundaði nám hjá Þorvaldi Skúlasyni í Myndlistarskólanum í Reykjavík 1946-53, og fór í námsferð tengda myndlistarnámi til Frakklands og Englands árið 1955. Hann starfaði sjálfstætt að málaraiðn frá 1931 til 1964, en frá þeim tíma starfaði hann eingöngu að málaralist. Ágúst hlaut listamannalaun árið 1970 og árlega síðan, en starfslaun listamanna hlaut hann 1972 (Heimild: Morgunblaðið 8. nóvember 1990)

Ásgeir Kristinn Lárusson 1958

Baltasar 1938

Baltasar er þekktur fyrir hröð, umbúðalaus vinnubrögð þar sem augnabliks tilfinningar ráða ferðinni. 

Baltasar er löngu orðinn þjóðkunnur fyrir list sína og prýða listaverk hans hinar ýmsu kirkjur og kapellur, stofnanir, söfn og einkaheimili. Baltasar hefur víðtæka listmenntun og hefur haldið um fjörtíu einkasýningar víðsvegar um heiminn. Í myndverkum sínum vinnur hann með blandaða tækni. Aðalviðfangsefni hans á u.þ.b. tuttugu og fimm ára tímabili hefur verið hin norræna goðafræði, andlitsmyndir og að vinna myndir úr heimi hestsins.

Heimild: Wikipedia, Kópavogsbær

Barbara Árnason 1911-1975

Barbara Moray Williams Árnason var ákaflega fjölhæf listakona, listmálari, vatnslitamálari, afburða teiknari, myndskreytir og textíllistamaður, og er þá ekki allt nefnt. Sérstaklega þótti hún næmur túlkandi barnslegrar vitundar, eins og sést í portrettmyndum hennar af börnum, myndskreytingum í barnabókum og síðast en ekki síst, í veggmyndunum sem hún gerði fyrir Melaskóla í Reykjavík á árunum 1952–53.
Heimild: Wikipedia, Gerðarsafn og Listasafn Reykjavíkur

Benedikt Gunnarsson 1929 - 2018

Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson fæddist 14. júlí 1929 á Suðureyri við Súgandafjörð.  Hann stundaði listnám 1945-1953 við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn og listaskóla R.P. Boyesen í ríkislistasafninu í Kaupmannahöfn. Ennfremur listnám í Frakklandi (París) og á Spáni (Madrid). Benedikt er nú lektor í myndlist við Kennaraháskóla Íslands.

Heimild: Wikipedia

Birgir Schiöth 1931 - 2003

Birgir Vagn Schiöth fæddist á Siglufirði 30.9.1931. 

Birgir hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi með handavinnu- og teikniréttindi. Hann bjó síðan á Siglufirði og kenndi smíði og teikningu við Gagnfræðaskólann þar. Auk þess var hann lengi virkur félagi í karlakórnum Vísi á Siglufirði.

Birgir flutti með fjölskyldu sína frá Siglufirði árið 1973, lagði fyrir sig húsa- og bílamálun en aðalstarf hans var teikni- og handavinnukennsla við Flataskóla í Garðabæ þar sem hann var vinsæll kennari um langt árabil, allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Birgir sótti fjölda myndlistarnámskeiða, m.a. hjá Hring Jóhannessyni myndlistarmanni. Hann hélt margar myndlistarsýningar á verkum sínum og liggja eftir hann hundruð vatnslita-, pastel- og olíumynda og blýantsteikninga. Fyrirmyndir hans eru gjarnan sóttar í náttúruna og mannlífið.

Heimild: Morgunbaðið 30.09.2016

Björg Þorsteinsdóttir 1940

Björg Þorsteinsdóttir er ein af þekktustu grafíklistamönnum okkar og hefur komið sér upp myndmáli þar sem blandað er saman hversdagslegum hlutum og afstrakt formum. Hún lauk teiknikennaraprófi frá Handíða- og myndlistaskóla Íslands árið 1964 og stundaði einnig nám í grafík við sama skóla og málun við Myndlistaskólann í Reykjavík.  Hún var um skeið við nám við Staatliche Akademie der bildenden Künste í Stuttgart. Á árunum 1971 – 1973 var hún styrkþegi frönsku ríkisstjórnarinnar og lagði stund á grafík við Atelier 17 og við École Nationale Superieure des Beaux Arts í París.

Heimild: Samband íslenskrar myndlistamanna.

Björgvin Sigurgeir Haraldsson 1936

Björgvin Sigurgeir er fæddur 1936, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1958-60, Myndlistarskólann í Reykjavík 1959-61, Staatliche Hochschule für bildende Künste í Hamburg 1961 og 1962, Statens Håndverks- og Kunstindustrieskolen og Statens lærerskole í forming Oslo 1970-71. Björgvin var kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1971. 

Heimild: Listasafn Reykjavíkur

Bragi Ásgeirsson 1931-2016

Bragi stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1947-50, Fagurlistaskólanum í Kaupmannahöfn 1950-52 og 1955- 56, Fagurlistaskólanum í Osló, Listiðnaðarskólanum í Osló 1952-53 og Fagurlistaskólanum í München 1958-60, Róm og Flórenz við nám 1953-54 og var félagi í Associazione Artistica Internazionale í Róm. Bragi sótti sér fróðleik til margra landa í Evrópu, en einnig til Bandaríkjanna, Kanada, Japan, Kína, Ekvador og Síle. Bragi tók þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis, meðal annars um öll Norðurlönd, víðs vegar í Evrópu, Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Japan, en einnig tvíæringnum í Rostock og í Evróputvíæringnum.

Bragi var kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1956-1996 og var brautryðjandi í grafíkkennslu á Íslandi. Þá var hann listrýnir Morgunblaðsins frá 1966. Hann skrifaði einnig fjölda greina í erlend tímarit.
Bragi var sæmdur hinnar íslensku fálkaorðu árið 2001 fyrir "störf í þágu menningar".

Heimild: Wikipedia, Icelandictimes

Brynhildur Ósk Gísladóttir 1944

Brynhildur Ósk Gísladóttir er fædd 1944. Á árunum 1974 til 1979 stundaði Brynhildur Ósk nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og fór þaðan í málunardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þar nam hún málaralist til ársins 1982. Það ár hóf hún störf sem kennari við deildina og starfaði þar til 1987. Hún hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis frá árinu 1978, reglulega tekið þátt í sýningum á vegum FÍM á árunum 1978 til 1989 auk annarra sýninga. Þar á meðal eru Kirkjulist á Kjarvalsstöðum, samsýning íslenskra myndlistakvenna o.fl. 

Heimild: Mosfellsbær, Arkiv.is

Brynja Baldursdóttir 1964

Brynja Baldursdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982-1986. Hún stundaði mastersnám við Royal College of Art í Lundúnum 1987-1989 og Ph.D. nám við sama skóla 1989-1993. Brynja hefur sýnt víða hér heima og erlendis. Hennar helstu listform eru bóklist og lágmyndir. Eftir hana liggur fjöldi bókverka, bæði  bóklistaverk og hannaðar bækur. Hún hefur unnið til ýmissa verðlauna fyrir grafíska bókahönnun ásamt því að vera tilnefnd til Menningarverðlauna DV 1993 fyrir bóklist. Brynja Baldursdóttir býr á Siglufirði og vinnur að listsköpun sinni þar.

Heimild: Arkiv.is Listasafn Akureyrar.

Clausen Henri 1909 - 1992

Dali Salvador 1904 - 1989

Dali er einn þekktasti listamaður samtímans og lét til sín taka á mörgum sviðum, þ.á.m. grafík.

Einar Hákonarson 1945

Einar Hákonarson var einungis 15 ára gamall þegar honum var veitt innganga í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Eftir námið á Íslandi tók við framhaldsnám í Valand-Listaháskólanum í Gautaborg og þar lagði Einar stund á málun og svartlist. Í kjölfarið hlaut Einar fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir svartlist sína og Myndlistaverðlaun Norðurlanda fyrir málverk sín.

Einar Hákonarson er einn mikilvirkasti listmálari okkar af yngri kynslóð og hefur sérstaklega lagt fyrir sig túlkun á mannlífi, en þó ávallt í sérstöku samhengi forma og sterkra lita.

Heimild: einarhakonarson.com

 

Einar Þorláksson 1933 - 2006

Einar Þorláksson brúar að vissu leyti bilið á milli Septembermannanna svokölluðu og yngri málara sem fást við afstrakt málverk. 

Einar varð stúdent frá Menntaskólanum í Rvík 1953, stundaði myndlistarnám í Hollandi, Kaupmannahöfn og Ósló 1954-1958 og fór í ýmsar námsferðir. Hann var formaður sýningarnefndar FÍM 1974 og formaður Listmálarafélagsins frá stofnun. Hann hlaut starfslaun ríkisins 1974 og 1984 og listamannalaun í fjölda ára. Einar hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í mörgum samsýningum frá árinu 1948. Meðal eigenda mynda eftir Einar eru Listasafn Íslands, Listasafn Háskólans, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Kópavogs og Listasafn Fjallabyggðar auk einkasafna erlendis. 

Heimild: Morgunblaðið 06.10.2006

Eiríkur Smith 1925 - 2016

Eiríkur Smith fæddist í Hafnarfirði árið 1925. Hann stundaði nám við Handíðaskólann 1946 - 48 og í einkaskóla Rostrup Böyesens í Kaupmannahöfn 1949 - 50 og fór í námsferð til Parísar 1950-51.Eiríkur hélt sína fyrstu málverkasýningu í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði 1948 og hélt stóra sýningu í Listamannaskálanum eftir að hann kom frá námi 1952.

Á sjöunda áratugnum hvarf Eiríkur Smith endanlega frá afstrakt málverki og tók þess í stað að gera ljóðræn tilbrigði um umhverfi sitt, skip, landslag og fólk.

Heimild: Wikipedia

Emil Thoroddsen 1898 - 1944

Emil Thoroddsen man listasögu við háskólann í Kaupmannahöfn frá 1917-1920 en hvarf síðan til Þýskalads og stundaði næstu fjörgur árin tónlistarnám í Leipzig og Dresden. Hann vara einungis tvítugur þegar hann lagði málaralistina á hilluna. Eftir það tók tónlistin hug hans. Mörg verk liggja eftir hann. 

Erró (Guðmundur Guðmundsson) 1932

Guðmundur Guðmundsson, öðru nafni Erró (f. 1932), er tvímælalaust einn þekktasti samtímalistamaður Íslendinga. Eftir nám á Íslandi innritaðist hann í listaakademíuna í Osló tvítugur að aldri. Árið 1954 stundað hann nám við listaakademíuna í Flórens og síðan í Ravenna þar sem hann lagði áherslu á gerð mósaíkmynda. Hann fluttist til Parísar árið 1958 og var þar tekið opnum örmum í hópi súrrealista.

Árið 1963 fór Erró í fyrsta sinn til New York og komst í kynni við popplistina sem þá var að ryðja sér til rúms. Næstu ár fékkst hann við ýmiss konar listform, svo sem gjörningalist og tilraunakennda kvikmyndagerð auk málaralistar. Hann varð brátt einn af forvígismönnum popplistarinnar og evrópska frásagnarmálverksins (narrative figuration). Erró hefur búið í París í rúma hálfa öld en dvelur yfirleitt hluta úr vetri í Taílandi og á sumrin í húsi sínu í Formentera á Spáni.

Heimild: Wikipedia

Eyjólfur Einarsson 1940

Eyjólfur Einarsson var snemma ákveðinn í að helga sig listinni. Hann var ófermdur þegar hann sótti námskeið hjá Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara.  Eyjólfur var enn á unglingsárum þegar hann stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum, en síðan settist hann rúmlega tvítugur í konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn.

Þar var hinn þekkti danski listamaður Sören Hjorth-Nielsen aðalkennari hans um fjögurra ára skeið. Áður en Eyjólfur hélt til Danmerkur hafði hann hins vegar haldið sína fyrstu einkasýningu hér á landi.

Einar hefur verið hvort í senn  afkastamikill myndlistarmaður og á sýningarvettvangi, þrátt fyrir að hafa gengt öðrum annasömum störfum, m.a. verið kennari og skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands og listrænn forstöðumaður Kjarvalsstaða.

Heimild: Listasafn Reykjavíkur, Samband íslenskra myndlistamanna

Eyjólfur J. Eyfells 1886-1979

Eyjólfur J. Eyfells (1886-1979) listmálari stundaði nám í teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni, tréskurðarmeistara og var í eitt ár við listmálaranám í Dresden, Þýskalandi. Íslenskt landslag og náttúra voru aðalmyndefni hans og hann fór víða um landið og málaði landslagsmyndir. Hann var einn af stofnendum Myndlistarfélagsins og hélt margar einkasýningar og tók þátt í fjölmörgum samsýningum.

Heimild: Gallerí Fold

Fríða Gylfadóttir 1965

Guðmunda Andrésdóttir 1922 - 2002

Guðmunda hóf myndlistarnám árið 1945 er hún hélt til náms í Svíþjóð. Hún lauk kennaraprófi frá Konstfackskolan í Stokkhólmi árið 1946 og stundaði nám við málaraskóla Otte Skjöld í Stokkhólmi 1945-1946 og Listaháskólann í Stokkhólmi 1946-1948. Hún hélt síðar til Parísar og nam við L'Académie de la Grande Chaumière árið 1951 og við L'Académie Ranson frá 1951-1953. Árið 1953 flutti hún aftur til Íslands.

Guðmunda Andrésdóttir er einn helsti fulltrúi abstraktlistarinnar í íslenskri myndlist.  Hún tilheyrir þeirri kynslóð listamanna sem ryður abstraktlistinni braut á sjötta áratugnum og þróaði á listferli sínum persónulega og heildstæða listsköpun, sem markar henni skýra sérstöðu í íslenskri myndlist. Guðmunda hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1956, sem einkenndist af oddhvössum formum í hreinum og skærum litum í anda konkretlistar.  Árið 1974 fann Guðmunda sinn fasta sýningarvettvang þegar Septem-hópurinn hóf sýningarhald, sem varð árviss viðburður til loka níunda áratugarins. Guðmunda var út nefnd borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1995. 

Heimild: Wikipedia, Timarit.is 23.09.2004

Guðmundur Ármann Siglurjónsson 1944

Guðmundur fæddist í Doktorshúsinu við Ránargötu 3.1. 1944 og átti þar heima fyrstu árin, síðan við Langholtsveginn og loks við Miklubrautina á móts við Klambratúnið. Hann var einn vetur í Laugarnesskóla, síðan í glænýjum Langholtsskóla, stundaði nám við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í tvo vetur, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verknáms í Brautarholti 1960, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í prentmyndagerð 1962 en meistari hans var Þorsteinn Oddsson.

Guðmundur útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum 1966, stundaði nám við Konsthögskolan Valand og við Göteborgs Universitet í Gautaborg í Svíþjóð á 1966-72 og lauk meistaraprófi í grafík. Síðar lauk hann kennaraprófi frá HA 2004, M.Ed.-prófi frá HA 1913 og stundaði rannsókn í listgreinakennslu við Konstfack í Stokkhólmi 2013.

Gunnar Örn Gunnarsson 1946

Eftir að gagnfræðaprófi lauk stundaði Gunnar Örn sellónám í Kaupmannahöfn 1963 og ýmis önnur störf. Gunnar Örn lagði stund á myndlist frá 1964. Hann stofnaði og rak alþjóðlegt gallerí, Gallerí Kamb, að heimili sínu á Kambi í Holtum, Rangárþingi ytra og stóð þar fyrir fjölda sýninga íslenskra og erlendra listamanna. Margir uppgötvuðu Gunnar Örn sem málara á sýningum í Norræna húsinu í byrjun áttunda áratugarins. Kviðristumyndir og líkamsslitur voru eins og sprengjur, þótt stöðugt yrðu breytingar í list Gunnar eru margir sem þekkja myndir hans úr fjarska, svo sérstakt er handbragðið og höfundareinkennin hans eru sterk.

Gunnar Örn er einn af fáum listamönnum af yngri kynslóð sem að staðaldri fæst við mannslíkamann í verkum sínum og gerir hann úr honum mikinn orustuvöll lita og tilfinninga.

Heimild: Wikipedia

Hafsteinn Austmann 1934

Hafsteinn Austmann fæddist á Ljótsstöðum í Vopnafirði 19. júlí 1934. Árið 1951 innritast hann í Myndlistarskólann í Reykjavík og á árunum 1952-54 stundaði hann síðan nám í Handíða- og myndlistaskólanum.    Hleypti hann þá heimdraganum og innritaðist í Academi de la Grande-Chaumiér í París, þar sem hann stundaði framhaldsnám í einn vetur. Hafsteinn stundar einkar fágaða afstrakt list þar sem sterk form svífa í þokukenndu andrúmslofti. 

Heimild: Wikipedia

Holstein, Peter

Peter Holstein er hollenskur listamaður vel þekktur í Evrópu fyrir fjarstæðukenndar útsetningar á hversdagslegum atvikum.

Hosking, Knighton 1944

Hoskin er breskur málari sem leitast við að finna náttúruskoðun sinni bæði voldugan og einfaldan farveg.

Hringur Jóhannesson 1932 - 1996

Hringur Jóhannesson var íslenskur myndlistamaður. Hann þótti vera einn helsti fulltrúi ljóðræns nýraunsæis í íslenskri myndlist á 7. og 8. áratugnum. Hringur fæddist að Haga í Aðaldal. Hann útskrifaðist úr Handíða- og myndlistarskóla Íslands árið 1952 og hélt sína fyrstu einkasýningu 1962.

Hringur Jóhannesson hefur nokkra sérstöðu meðal íslenskra málara fyrir nákvæman rannsóknarstíl sinn, blandaðan ljóðrænni innlifun.

Heimild: Wikipedia

Hörður Ágústsson 1922 - 2005

Hörður Ágústsson, fæddur 1922, er einn af fremstu og fjölhæfustu listamönnum þjóðarinnar, sjónmenntamaður í þess orðs fyllstu merkingu. Á listferli sem spannar rúmlega hálfa öld hefur Hörður látið að sér kveða sem myndlistarmaður, hönnuður, kennari og fræðimaður á sviði sjónvísinda og síðast en ekki síst sem brautryðjandi í rannsóknum á íslenskri húsagerðarsögu. 

Hann lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1941, stundaði nám við verk­fræðideild Há­skóla Íslands á ár­un­um 1941-42, við Handíðaskól­ann 1941-43 og við kon­ung­lega lista­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn 1945-46. Eft­ir það var hann við nám og störf í Par­ís á ár­un­um 1947-52.

Hörður var kenn­ari við Mynd­lista­skól­ann í Reykja­vík 1953-59, við Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands 1962-89 og skóla­stjóri hans 1968-72. Hörður var einn af stofn­end­um og rit­stjór­um tíma­rits­ins Birt­ings á ár­un­um 1955-68. Mynd­list­ar­verk hans voru sýnd á fjölda mynd­list­ar­sýn­inga, bæði einka­sýn­ing­um, sam­sýn­ing­um og yf­ir­lits­sýn­ing­um, frá ár­inu 1949, m.a. í Lista­safni Íslands 1983 og á Kjar­vals­stöðum fyrr á þessu ári.

Heimild:  Listasafn Reykjavíkur. Morgunblaðið 20.09.2005

Höskuldur Björnsson 1907 - 1963

Höskuldur fæddist í Dilksnesi við Hornafjörð 26. júlí 1907 og hélt til Reykjavíkur rétt fyrir tvítugt og fór þar á sína fyrstu málverkasýningu. Í framhaldi lærði hann hjá þeim Ríkharði Jónssyni og Jóni Stefánssyni og fór fljótt að sýna á Íslandi. Hann hafði ætlað að fara til Kaupmannahafnar og leggja stund á listnám en veiktist áður en komið var að brottför. Hann fékk berkla, náði aldrei fullri heilsu og ekkert varð af listnáminu í Danmörku

Höskuldur Björnsson var rómantískur túlkandi íslensks dýralífs hann var talinn búa yfir óvenju skarpri sjón á töfra umhverfisins í náttúru og mannlífi.

Heimild: Morgunblaðið 26.07.2013

Imma Ingibjörg Einarsdóttir

Ingrid Nordby Søyland 1917-2008

Ingrid Nordby er norskur listamaður sem byrjaði feril sinn sem myndhöggvari og málari, en eftir smá tíma yfirgaf hún höggmyndina og hefur síðan skipt á milli efnislegra mynda og málverks. Efnismyndirnar eru venjulega í sandi, tré og pólýester, stundum með glerþætti. Málverk hennar fela í sér landslag, andlitsmyndir og umfram allt blómamótíf.

Heimild: Wikipedia

Ingunn Eydal 1942

Ingunn Eydal er fædd 1942, lauk námi í Myndlista- og handíðaskólanum 1976 og kenndi við sama skóla í 3 ár. Ingunn hefur tekið þátt í um 50 samsýningum í Finnlandi, Sviþjóð, Noregi, Danmörku, þýskalandi og Bandaríkjunum auk Íslands.

Heimild: Listasafn Reykjavíkur

Ingi Hrafn Hauksson 1941

Ingi Hrafn myndhöggvari stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum á árunum 1964-1967 og einnig í Kaupmannahöfn. Helsti kennari hans í höggmyndalist var Jóhann Eyfells myndhöggvari. 

Heimild: Arkiv.is

Jakob Jónsson 1936

Eftir nám í verkfærði í Kaupmannahöfn söðlaði Jakob Jónsson um gekk í teikni- og málaraskóla R. Askou-Jensens við Carlsberg Glyptotekið, síðan í Konunglegu listaakademíuna þar sem hann dvaldi í fjögur ár.

Heimild: Tímarit 

Jóhanna Bogadóttir 1944

Jóhanna er fædd 1944 og stundaði nám í listaháskólum í París, Stokkhólmi og víðar. Jóhanna hefur haldið fjölda einkasýninga á árunum 1968-1989. Einnig í alþjóðlegum samsýningum á árunum 1974-1989.

Jóhann Bogadóttir fjallar gjarnan um sálarþrengingar sem líkamlegar, ótryggan heim.

Heimild: Listasafn Reykjavíkur

Jóhannes Geir Jónsson 1927 - 2003

Jóhannes Geir var einn af fáum hálf-raunsæjum listmálurum hérlendum sem tókst að finna nýjan flöt á umhverfi sínu til túlkunnar.

Jóhannes Jóhannesson 1921 - 1998

Jóhannes Jóhannesson hefur allar götur haldið sig við afstrakt túlkun, þar sem skreytikennd form og hreyfing þeirra eru í hávegum höfð.

Jóhannes S. Kjarval 1885 - 1972

Um Jóhannes Kjarval þarf vart að fara mörgum orðum svo mjög sem verk hans hafa greypst í þjóðarvitund okkar Íslendinga fyrir kvika og ævintýralega túlkun á landslagi og landvættum.

Jón Engilberts 1908 - 1972

Jón Engilberts var einn af höfuð boðberum expressjónismans hér á landi, í verkum þar sem sterkir litir og kröftug meðferð haldast í hendur.

Á árunum 1921-22 gekk hann í einkaskóla Guðmundar Thorsteinssonar (Muggs) í Reykjavík og stundaði síðan nám við Samvinnuskólann árin 1925-26. Árið 1927 fluttist Jón til Kaupmannahafnar og hófst þar við teikninám við Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn. Á árunum 1928-31 stundaði hann teikninám í skóla Viktors Isbrand og við konunglegu Akademíuna. Árið 1931 fór Jón til Óslóar og hóf nám í Statens Kunstakademi og var þar til ársins 1933. Árið 1933-34 bjó hann í Reykjavík en flutti síðan aftur til Kaupmannahafnar árið 1934 og bjó þar til ársins 1940. Árið 1940 flutti Jón heim til Íslands og byrjaði að byggja sér hús með stórri vinnustofu á horni Flókagötu og Rauðarárstígs. Fyrsta sýning Jóns var haldin í desember, árið 1943, en hún var staðsett í húsinu hans á Flókagötu 17.

Heimild: Wikipedia

Jón Reykdal 1945 - 2013

Jón Reykdal er meðal liðsodda íslenskra listamanna og fæst einkum við verk sem fjalla á ýmsa vegu um samband manns og lands. Hann var sagður afkastamikill grafíklistamaður og var meðal annars deildarstjóri grafíkdeildar Myndlistar- og handíðaskóla Íslands.

Jón stundaði nám í mynd­list við Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands 1962-1966 og lauk teikni­kenn­ara­prófi þaðan. Hann stundaði fram­halds­nám í grafík við Ger­rit Riet­veld Aca­demie í Amster­dam 1968-1969 og við Kungliga Konst­högskol­an í Stokk­hólmi 1969-1971 og Teckn­ingslär­ar­skol­an 1971-1972.

Eft­ir nám kenndi Jón við Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands um tutt­ugu ára skeið, fyrst sem um­sjón­ar­kenn­ari teikni­kenn­ara­deild­ar og síðar kenn­ari og deild­ar­stjóri grafík­deild­ar í nokk­ur ár. Hann tók sér frí frá kennslu 1988 og helgaði sig mynd­list­inni um nokk­urra ára skeið.

Heimild: Wikipedia og Morgunblaðið 01.02.2013

Karl Kvaran 1924 - 1989

Karl Kvaran er meðal helstu listamanna af þeirri kynslóð sem komst til þroska á árunum eftir síðara stríð. Hann hefur ótrauður haldið sig við afstraktmálverk þar sem þokkafull teikning og hvellir litir haldast í hendur.

Kjartan Guðjónsson 1921 - 2010

Kjartan stundaði nám við Handíðaskólann 1942 - 43, Art Instirute of Chicago 1943 - 45 og Accademia di Belle Arti í Flórens 1949. Kjartan er af sömu kynslóð og Karl Kvaran og hefur jöfnum höndum stundað kraftmikið aftraktmálverk og fágaða teikningu.  Kjartan er af sömu kynslóð og Karl Kvaran og hefur jöfnum höndum stundað kraftmikið aftraktmálverk og fágaða teikningu.

Kristinn G. Jóhannsson 1936

Kristinn G. Jóhannsson ólst upp á Akureyri. Stúdent frá MA 1956. Hann nam myndlist á Akureyri, Reykjavík og í Edinburgh College of Art. Kristinn lauk kennaraprófi árið 1962 og starfaði við kennslu og skólastjórn á Patreksfirði í Ólafsfirði og á Akureyri. Hann var m.a. skólastjóri Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði í tæpa tvo áratugi. Kristinn efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954 en sýndi fyrst í Reykjavík 1962 í bogasal Þjóðminjasafnsins og sama ár tók hann fyrsta sinni þátt í Haustsýningu FÍM í Listamannaskálanum. Hann hefur síðan verið virkur á sýningarvettvangi. Auk málverka liggja eftir hann grafíkverk þar sem hann sækir efni í gamlan íslenskan útskurð og vefnað. Kristinn hefur myndskreytt fjölda bóka m.a. "Nonnabækur og þjóðsögur. 

Kristjana F. Arndal 1939 - 2015

Kristjana Vigdís Laufey Finnbogadóttir Arndal stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1959-1963 og 1970-1975 og við Ealing Community Center Artschool í London 1969-70. Þá hóf hún nám við Kungliga Konsthögskolan í Stokkhólmi 1975 og útskrifaðist 1980. Var hún fjögur ár við málaradeild skólans og eitt ár í grafík. Þá tók hún ýmis framhaldsnámskeið, m.a. við Monumentalskolan og Konstnärernas Kollektivverkstad í Stokkhólmi.

Hún var myndlistarkennari við ABF og Vuxenskolan í Svíþjóð í 6 ár. Á Íslandi kenndi hún við Tómstundaskólann í Reykjavík, Námsflokka Kópavogs og um skeið við Námsflokka Hafnarfjarðar undir lok starfsferilsins. Kristjana vann m.a. verkefni fyrir Stokkhólmsborg og var valin bæjarlistamaður Akureyrar 1990, fyrst allra. Hún var í Félagi íslenskra myndlistarmanna frá 1991 og í félaginu Íslensk grafík frá 2003.

Kristján Davíðsson 1917 - 2013

Kristján var einn þekkt­asti list­mál­ari Íslands og brautryðjandi í abstraktlist. Málverk hans eru jafnan auðþekkjanleg fyrir óskeikult litaskyn og hröð vinnubrögð. 

Hann stundaði nám í lista­skól­an­um Barnes Foundati­on og við Penn­sylvan­íu­há­skóla í Mer­i­on í Penn­sylvan­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um 1945-47 og var við list­nám í Par­ís vet­ur­inn 1949-50. Kristján var um tíma til sjós og í Breta­vinn­unni svo­kölluðu á sín­um yngri árum, en eft­ir að hann kom utan úr list­nám­inu ein­beitti hann sér að list­sköp­un.

Kristján hlaut ýms­ar viður­kenn­ing­ar á ferli sín­um. Meðal ann­ars var hann sæmd­ur heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1998 og fékk heiðurs­laun lista­manna frá ár­inu 1988. Hann var út­nefnd­ur borg­ar­listamaður Reykja­vík­ur 2001.

Magnús Árnason 1894 - 1980

Magnús var íslenskur listmálari, högglistamaður, tónsmiður og þýðandi. Magnús var einn af stofnendum Félags Íslenskra myndlistarmanna (FÍM). Magnús stundaði nám 1912-13 í Den Tekniske Sélskabs Skole í Kaupmannahöfn og var Thorsen kennari hans; 1918-22 í California School of Fine Arts í San Francisco, kennarar voru málararnir Lee Randolph og Spencer Macky og myndhöggvarinn Ralph Stackpole og árið 1924-26 í Anillaga Musical College, kennari hans þar var tónskáldið George Edwards.

Magnús Kjartansson 1949 - 2006

Magnús Kjartansson tók til meðferðar ýmsa ,,búta" úr veruleikanum og meðhöndlaði þá eins og afstrakt form og í þeim tilgangi hefur klippimyndatæknin komið að góðum notum.

Mark, Susanne 1945

Susanne Mark er danskur grafiker. Hún lærði í Konuglegu kunstakademíunni og Kunstpædagogisk skole. 

Matthea J. Jónsdóttir (Gógó) 1935 - 2009

Matthea Jónsdóttir var afkastamikil listakona sem á fjörutíu ára ferli hélt sextán einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Nokkrar viðurkenningar hlaut hún einnig fyrir verk sín, aðallega í Frakklandi og Belgíu. Hún stundaði myndlistarnám við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1954-56 og við Myndlistaskólann í Reykjavík 1960-61 og starfaði allan sinn feril hér á landi. Hún var alla tíð heilluð af kúbískum formum og frá ferli hennar eru stílfærð kúbísk verk mest áberandi. Inn í kúbísku verkin blandaði hún yfirleitt öðrum formum eða stílum, helst hlutbundnum natúralískum formum. Hún vann þó ekki eingöngu verk í þeim stíl, hún átti til að hvíla sig á kúbísku formunum með því að gera tilraunir með allt annars konar verk. Um 1970 gerði hún abstraktverk þar sem hún notaði hraunmola í myndverk sín, snemma á níunda áratug tuttugustu aldar málaði hún draumkenndar landslagsstemningar sem jafnvel má telja undir áhrifum frá súrrealisma Dalís og rómantískar skógarmyndir urðu til sumarið 1985. Undir lok áttunda áratugar síðustu aldar byrjaði hún að nota vatnsliti og næstu árin vann hún síðan vatnslitamyndir samfara olíumálverkum. Þegar leið á feril hennar tóku verk hennar miklum breytingum og síðustu árin þróuðust þau yfir í geómetrísk abstraktmálverk, sem voru þó áfram undir áhrifum kúbískrar formgerðar (Arna Björk Stefánsdóttir, 2010).

Margrét Reykdal 1948

Málverk Margrétar Reykdal hafa til að bera rómantíska dulúð sem minnir um margt á norska málaralist.

Mianowski, Lucian 1933 - 2009

Mianowski, Lucian var pólskur listmálari, grafískur hönnuður og ljósmyndari. Hann lærði list sína í Jan Matejko Academy of Fine Arts. Verk hans voru innblásin af expressjónisma og grótesku, súrrealisma, informel og poppulisma. Hann var virkur í list sinni á sjötta og sjöunda áratugnum. 

Nína Sæmundsson 1892 - 1965

Málverk Nínu Sæmundsson eru tæpast eins vel heppnuð og málverk hennar, en bera þó vott sterku, ljóðrænu innræti. 

Jónína Sæmundsdóttir  eða Nína Sæmundsson, eins og hún kallaði sig, var fyrsta íslenska konan sem gerði höggmyndalist að ævistarfi. Hún fór ung til Danmerkur þar sem hún kynntist leir og mótaði sína fyrstu mynd. Árið 1915 hóf hún undirbúningsnám við Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn og árið eftir fékk hún inngöngu í höggmyndadeild Det Kongelige Akademi for de Skønne Kunster en kennarar hennar þar voru Julius Schultz og Einar Utzon-Frank. Lauk hún námi árið 1920 og sama ár keypti Listasafn Íslands verk eftir hana sem hafði verið á Vorsýningunni í Charlottenborg 1918. Vegna berkla dvaldi Nína á hæli í Sviss næsta árið en hélt síðan til Rómar þar sem hún var með vinnustofu og vann að nýjum verkum auk þess að skoða verk eldri meistara og ferðast til Túnis og kynna sér þarlenda list. Eftir stutta dvöl í Danmörku hélt hún svo til Parísar haustið 1923 og var þar í eitt ár og tók m.a. þátt í Salon d’Automne þar sem hún hlaut mikið lof fyrir verkið Móðurást. Árið 1925 var Nína búsett í Kaupmannahöfn og vann þá meðal annars að verkinu Dauði Kleópötru og var það sýnt í Grand Palais í París haustið 1925. Árið 1926 var Nínu boðið að sýna í Art Center í New York og leiddi það til þess að Nína bjó þar næstu fjögur árin. Árið 1930 flutti hún til Hollywood þar sem hún vann til að mynda fyrir kvikmyndafélög og gerði bæði leikmuni og höggmyndir af ýmsum leikurum auk þess að gera opinber minnismerki og portrettmyndir af mörgum þekktum einstaklingum í bandarísku samfélagi. Lengst af fylgdi Nína klassískri fagurfræði við gerð höggmynda sinna sem margar sýna nakta líkama með fáguðu yfirborði, mjúkum línum og klassískum hlutföllum en verk hennar búa þó einnig yfir innbyggðri spennu og dramatík.

Heimild: Sarpur.is

Nína Tryggvadóttir 1913 - 1968

Nína Tryggvadóttir er einn af helstu listmálurum okkar í seinni tíð og túlkun hennar er ávallt þrungin ljóðrænum krafti og festu. 

Nína stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá lærði hún hjá Ásgrími Jónssyni listmálara 1932—1933. Árið eftir var hún í myndlistarnámi hjá Finni Jónssyni og 1934—1935 í myndlistarskóla hans og Jóhanns Briem. Árið 1935 hlaut Nína styrk til listnáms við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfin og lauk námi þaðan 1939. Hún stundaði framhaldsnám hún í París 1939—1940 og hjá Fernard Leger og Hans Iloffniann í New York 1942—1945.

Nína hélt sína fyrstu sérsýningu í Garðastræti 17 í Reykjavík 1942, en fyrsta sérsýning hennar erlendis var í New York í New Art Circle 1945. Nína kom víða við í störfum sínum; skrifaði ljóð, samdi og myndskreytti barnabækur og til eru handrit að ballettum, smásögum, kvikmynda- og útvarpsþáttum. Hún var að öllum líkindum fyrsti íslenski listamaðurinn sem málaði módernískt portrett, en það var af Steini Steinarri skáldi. Nína vann einnig myndverk úr gleri og mósaík, m.a. steinda glugga fyrir Þjóðminjasafn Íslands og mósaíkmynd á kórgafl í Skálholtskirkju.

Heimild: Wikipedia

Ómar Skúlason 1949

Ómar Skúlason og Magnús Kjartansson hafa haft samflot að vissu marki í myndlist sinni, nema hvað Ómar byggir meir á ljósmyndaefni en Magnús og beitir öðrum litum.

Ómar Skúlason nam í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1967-71. 

Ragnar Páll Einarsson 1939

Ragnar Páll stundaði listnám í Reykjavík og í London. Listamaðurinn hefur sérhæft sig í gerð landslags- og mannamynda í impressioniskum stíl. Litauðgi og fáguð vinnubrögð einkenna verk hans. Ragnar Páll hefur málað fjölda mynda frá æskuslóðum í síldarbænum Siglufirði. 

Ragnheiður Jónsdóttir 1933

Ragnheiður Jónsdóttir er einn þekktasti grafíklistamaður okkar, innanlands sem erlendis, fyrir fágaða grafík þar sem fjallað er um ýmisleg dægurmál í formi persónulegra átaka.

Ragnheiður er fædd 1933, nam í Myndlistaskólanum í Reykjavík 1959-61 og 1964-68, Glypotek í Kaupmannahöfn 1962, MHÍ 1968-70 og í Atelier 17 í París 1970. Ragnheiður hefur haldið 15 einkasýningar á árunum 1968-1994 og verið með í yfir 40 samsýningum á árunum 1972-94.

Ragnheiður Jónsdóttir Ream 1917 - 1977

Ragnheiður er fædd 1917 og lést 1977. Hún nam í The American University í Washington DC 1954-59 og fór í námsferð til Ítalíu 1958. Ragnheiður hefur haldið fjölda einka- og samsýninga, bæði á Íslandi og erlendis.

Í verkum Ragnheiðar Ream er að finna endurnýjun á forsendum íslensks landslagsmálverks. Hún meðhöndlaði það á annan hátt en flestir aðrir og sá í því nær suðræna liti.

Sigríður Björnsdóttir 1929

Sigríður er með kennarapróf í myndmennt frá Handíða- og myndlistarskóla Íslands 1952. Stundaði síðar myndlistarnám við The Central School of Arts and Crafts í Lundúnum og nám í listmeðferð við University of London, Goldsmith‘s College.

Sigurður Örlygsson 1946 - 2019

Sigurður Örlygsson hefur lagt ýmislegt að mörkum til nýrrar könnunar á möguleikum afstraktmynda, auk þess sem hann beitir klippimyndatækni. 

Sigurður Örlygsson var fæddur 28. júlí 1946. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands árin 1967-71, Det Kongelige Danska Kunstakademi 1971-72 og hjá prófessor Richard Mortensen í Art Students League of New York 1974-75. Sigurður hélt fjölda sýninga meðan hann starfaði, innanlands og utan.

Sigurjón Jóhannsson 1939

Sigurjón lærði myndlist og arkitektúr á Ítalíu, ásamt því að stunda nám við Myndlista-og handíðaskóla Íslands. Myndefni Sigurjóns má oft á tíðum rekja til Siglufjarðar en þar er hann fæddur og uppalinn.

Sigurjón var einn af stofnendum SÚM hópsins.

Nám
1959-1963 Myndlista-og handíðaskóli Íslands, Reykjavík, Ísland
1955-1959 Menntaskólinn í Reykjavík, Reykjavík, Ísland

Sigþór Jakobsson 1942

Sigþór stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur við Freyjugötu 1959-63 og stundaði nám í grafískri hönnun og auglýsingateikningu við Sir John Cass College of Art í London 1965-68.

Sigurþór hefur stundað myndlist í bráðum hálfa öld. Hann tók þátt í samsýningum FÍM á árunum 1975-83 og hefur haldið fjölda einkasýninga. 

Skarphéðinn Haraldsson 1916 - 1998

Skarphéðinn lagði stund á myndlist og aflaði sér menntunar á því sviði í Myndlista- og handíðaskólanum, í skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem og víðar, og hann nam vatnslitamálun í einkatímum hjá breska málaranum W. Russel Flint, en vatnslitir urðu höfuðmiðill í listsköpun hans. Skarphéðinn starfaði talsvert við ljósmyndun listaverka og heimildamynda af húsum og sem kennari við Myndlista- og handíðaskólann.

Snorri Arinbjarnar 1901 - 1958

Snorri Arinbjarnar var einn af helstu frumkvöðlum í íslenskri myndlist á síðustu öld. Sérstaklega eru aðlaðandi hinar tæru vatnslitamyndir hans af íslenskri náttúru og sjávarþorpum.

Steingrímur Sigurðsson 1925 - 2000

Steingrímur fæddist á Akureyri 29. apríl 1925 og ólst þar upp. Steingrímur var í námi í University College í Nottingham á Englandi 1946-47, í ensku og enskum bókmenntum í Leeds University 1947-48 og sótti bókmenntatíma í norrænudeild HÍ 1948-49, en hann varð cand.phil. frá HÍ 1949. Auk þess dvaldi hann við nám í St. Peter's Hall í Oxford sumarið 1956 og í Edinborg 1959.

Svavar Guðnason 1909 - 1988

Svavar var íslenskur myndlistarmaður sem starfaði í mörg ár í Danmörku og var virkur í hópi róttækra myndlistarmanna sem voru kenndir við Cobra. Hann er álitinn einn af helstu málurum á Íslandi á ofanverðri 20. öld. Verk hans eru í helstu söfnum Danmörku, eins og Louisiana, Nordjyllands Kunstmuseum og Statens Museum for Kunst og mörgum einkasöfnum í Evrópu sem einkum sérhæfa sig í list Cobra-manna.

Svavar Guðnason var brautryðjandi í íslenskri afstraktmyndlist með kröftugum, ómstríðum málverkum sínum og vatnslitamyndum, jafnan ólgandi af tilfinningum.

Sveinn Björnsson 1925 - 1997

Sveinn Björnsson fæddist 19. febrúar 1925 á Skálum á Langanesi. Hann stundaði myndlistarnám við Det kongelige akademi í Kaupmannahöfn 1956­ - 1957. Hann hélt fjölda sýninga og tók þátt í samsýningum, bæði hérlendis og erlendis. Síðasta sýning Sveins var í Gerðassafni í Kópavogi.

Sveinbjörn Blöndal 1932-2010

Sveinbjörn Helgi Blöndal fæddist á Akureyri 11. október 1932. Hann ólst upp á Siglufirði. Rétt innan við tvítugt hélt hann suður yfir heiðar til náms og starfa. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og brautskráðist af listmálunardeild. Ungur að aldri hóf hann feril sinn með því að teikna skopmyndir í dagblöð. Frístundir notaði Sveinbjörn til að mála og teikna en hélt lengi vel verkum sínum lítt á lofti þótt þeir sem þekktu hann best fengju að sjá og njóta málverka og skopmynda. Fyrirmyndir í málverkin voru oftast sóttar í íslenska náttúru þar sem fagurkerinn beitti litatækni sinni til að kalla fram tilbrigði náttúrunnar, birtuna og formin. Hann var gagnrýninn á eigin verk og fannst þau seint fullkomnuð.

Tolli Morthens (Þorlákur Kristinsson) 1953

Þorlákur Kristinsson Morthens , betur þekktur sem Þorlákur Morthens eða Tolli er íslenskur myndlistarmaður sem hefur verið þekktur fyrir landslags og abstrakt verk sín síðan á 9. áratugnum. Tolli er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann hefur málað og teiknað frá unga aldri og kom frá listrænu heimili. Hann hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978 og lauk þar prófi úr nýlistadeild árið 1983. Eftir það fór hann í Hochschule der Künste í Vestur-Berlín undir handleiðslu Karl-Horst Hödicke prófessors og sneri heim 1985 og hefur starfað sem myndlistarmaður síðan. Fram að því hafði hann stundað sjómennsku við Íslandsstrendur, jafnt á fiskibátum og togurum. Hann var einnig farandaverkamaður í ýmsum sjávarplássum víða um Ísland og skógarhöggsmaður í Norður-Noregi.

Tryggvi Ólafsson 1940 - 2019

Tryggvi Ólafsson nýtti sér ýmsar uppgötvanir alþjóðlegrar popp-listar, þ.á.m. hvella liti auglýsingaspjalda og algeng tákn úr hversdagslífinu, en þó ávallt á sinn sérstaka hátt.

Verk í safni:

Valgerður Bergsdóttir 1943

Valgerður lagði stunda á nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árinum 1971-1973 og Statens Kunstakademi, í Noregi árin 1969-1971

Valtýr Pétursson 1919 - 1988

Valtýr Pétursson hvarf frá hreinum leik með form og liti til kröftugra náttúrulýsinga.

Verk í safni:

Veturliði Gunnarsson 1926 - 2004

Veturliði Gunnarsson tamdi sér hröð, ljóðræn vinnubrögð í myndlist sinni. 

Veturliði fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 15. október 1926.  Veturliði stundaði nám í Handíðaskólanum og í kvöldskóla KFUM. Á haustdögum 1945 hélt hann til náms hjá Det kongelige kunstakademi í Kaupmannahöfn og síðar í Statens museum for kunst. Hann var stundakennari í myndlist í Vestmannaeyjum, á Norðfirði, í Myndlistarskólanum við Freyjugötu og Kvennaskólanum.

Vilhjálmur Bergsson 1937

Vilhjálmur Bergsson málar myndir sem virðast eins og úr öðrum heimi, þar sem hefðbundnar hugmyndir um rúm og víddir virðast ekki í gildi.

Weissauer, Rudolf 1924 - 1995

Weissauer var landskunnur fyrir áhuga sinn á íslensku myndefni og tæknilega snilld sína á hinum ýmsu sviðum myndlista, einkarlega grafík og vatnslita.

Yvaral 1934 - 2002

Franski listamaðurinn Yvaral var sonur hins þekkta Victors Vasarely og stundaði eins konar sjónhverfingarlist með frumform.

Þorbjörg Höskuldsdóttir 1939

Verk Þorbjargar Höskuldsdóttur bera tíðum keim af súrrealískri myndgerð þar sem draumkennt andrúmsloft ríkir og óræðir atburðir gerast. Þorbjörg stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og Konunglegu dönsku akademísku listgreinarnar frá 1962 til 1971. Aðalþemað í verkum hennar er íslensk náttúra og hún notar tækni línulegs sjónarhorns og innlimar oft flísalögð , súlur og aðrir manngerðir hlutir í málverkum hennar. Þess vegna er hægt að túlka mörg verka hennar sem hugleiðingar um menningararfinn og afskipti manna. Verk hennar bera tíðum keim af súrrealískri myndgerð þar sem draumkennt andrúmsloft ríkir og óræðir atburðir gerast.

Þórdís Tryggvadóttir 1936

Verk í safni:

Þórður Hall 1949

Þórður Hall er einn af þekktustu grafíklistamönnum okkar og hefur hann eingöngu lagt stund á sáldþrykk sem komið hefur til skila þokkafullum vinnubrögðum hans og stílfærðum hugrenningum.  Þórður stundaði nám við Konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi og Myndlista-og handíðaskóla Íslands. Hann var deildarstjóri og kennari við sama skóla um árabil. Þórður er fyrrverandi formaður Íslenskrar grafík. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi sem og erlendis, einnig hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum. Verk eftir hann er víða að finna í opinberum söfnum.

Örlygur Kristfinnsson 1949

Örlygur Kristfinnsson, 1949, nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fékkst eftir það við myndlist meðfram kennslu í mörg ár. Örlygur hefur verið áberandi í lista- og menningarlífi Siglufjarðar um áratuga skeið. Hann hefur haldið sýningar á verkum sínum auk þess sem bæjarbúar hafa fengið að njóta þeirra á annan hátt, t.d. á jólakortum Síldarminjasafnsins. En helsta verk Örlygs er að leiða uppbyggingu og hönnun Síldarminjasafns Íslands og hefur þar farið fram ómetanlegt starf undir öryggri forystu hans.

Örlygur Sigurðsson 1920 - 2002

Örlygur Sigurðsson var þekktastur fyrir kímilegar teikningar sínar, en sömu glettni má finna í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur.